Ingibjörgu, Vigdísi og stofnendum Kvennalistans þakkað á landsfundi

Frá landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi sagði á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að fyrir kosningar vilji allir vera eins og jafnaðarmenn, allir flokkar fara í fötin þeirra. Munurinn sé hins vegar sá að Samfylkingin gangi alltaf í fötum jafnaðarmanna og því sé það skylda flokksmanna að leggja sig alla fram um að almenningur „kokgleypi boðskap hennar með góðu eða illu" fyrir kosningadag.

Oddný sagði jafnframt ástæðurnar fyrir því að hún væri í Samfylkingunni vera þrjár; Ingibjörgu, Sólrúnu, Gísladóttur. Hún hafi alla tíð verið fyrirmynd sína í stjórnmálum þó sjálf hafi Ingibjörg Sólrún ekki haft neina fyrirmynd er hún kvaddi sér hljóðs í íslenskum stjórnmálum.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, tók í sama streng í ræðu sinni á fundinum í morgun og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands, og stofnun Kvennalistans hafa haft gríðarleg áhrif á sig og aðrar íslenskar konur. Þær konur hafi sýnt það og sannað fyrir íslenskum stúlkum og konum að þær gætu alveg eins gert hlutina og strákarnir. Þá sagði Oddný í ávarpi sínu að beri Frökkum og Bandaríkjamönnum gæfa til að kjósa konu í embætti forseta verði heimurinn aldrei aftur sá sami.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert