Meirihluti hlynntur stofnun varaliðs lögreglu

50,9% þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið eru hlynnt því að komið verði á fót varaliði lögreglu sem lið í vörnum landsins en 40,1% eru því andvíg. 9% vera mjög hlynnt því en 29,8% segjast frekar hlynnt því. 23,3% segjast hins vegar mjög andvíg því en 16,9% segjast frekar andvíg því.

Konur virðast mun hlynntari stofnun slíks liðs en karlar en 58,0% aðspurðra kvenna segjast hlynntar því. 33,3% kvenna segjast hins vegar andvígar því. 43,7% karla segjast á hinn bóginnhlynntir því en 46,9% segjast andvígir því.

Mest er andstaðan á meðal kjósenda VG eða 57,8% og hjá þeim sem segjast ætla að kjósa annan flokk en stóru flokkana fjóra eða 54,3%. Stuðningurinn er hins vegar mestur á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks eða 65,2% og kjósenda Framsóknarflokks eða 62,8%. 48,2% kjósenda Samfylkingar segjast hins vegar andvígir stofnun slíks liðs en 45,5% segjast hlynnt því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert