VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun

Vinstrihreyfingin-grænt framboð bætir við sig þingmanni í Reykjavíkurkjördæmi suður en Framsóknarflokkurinn tapar sínum manni í kjördæminu, samkvæmt skoðanakönnun, sem Stöð 2 birti í kvöld. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa einnig fylgi frá síðustu kosningum en halda sínum þingmannafjölda.

Samkvæmt könnuninni fær Sjálfstæðisflokkurinn 32,6% atkvæða og 4 þingmenn en fékk 38% í kosningunum árið 2003. Samfylkingin fær 26,6% og þrjá þingmenn en fékk 33,3% í síðustu kosningum. VG fær 23,2% samkvæmt könnuninni og 2 þingmenn en fékk 9,3% og 1 þingmann í kosningunum og Framsóknarflokkurinn fær nú 6,7% en fékk rúmlega 11,3% í kosningunum. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist nú 6,2% en var 6,6% í kosningunum. Íslandshreyfingin mælist með 4,2% atkvæða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert