Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Stöðvar 2

Ríkisstjórnarflokkarnir fá samtals 30 þingmenn samkvæmt könnun, sem Félagsvísindastofn HÍ gerði fyrir Stöð 2 og birt var í kvöld. Um er að ræða raðkönnun með samtals ríflega þúsund þátttakendum þar sem 300 bættust við í dag.

Samkvæmt könnuninni fær Framsóknarflokkurinn 10,3% og 6 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur fær 36% og 24 þingmenn, Samfylkingin fær 29,3% og 20 þingmenn, Vinstrihreyfingin-grænt framboð fær 15,5% og 10 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn fær 5,7% og 3 þingmenn og Íslandshreyfingin 3,2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert