Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti

Formenn stjórnmálaflokkanna í útsendingu Stöðvar 2 í kvöld.
Formenn stjórnmálaflokkanna í útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að hún teldi að rekja mætti fylgistap Framsóknarflokksins í kosningunum í gær til þess að kjósendum hefði þótt flokkurinn taka sér meiri völd á undanförnum árum en hann hefði haft umboð til frá kjósendum. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, svaraði því til að hann teldi óeðlilegt að andstæðingar flokksins töluðu um hann með þeim hætti sem gert var í þættinum.

Ingibjörg sagði hins vegar fylgistapið vera það mikið og óumdeilt að ekkert væri óeðlilegt við að fólk velti því fyrir sér hvað lægi þar að baki.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki telja það neitt lögmál að flokkar töpuðu fylgi í kjölfar stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann teldi hins vegar að rekja mætti fylgistap Framsóknarflokksins til mála sem komið hefði upp deilur um innan flokksins og nefndi í því samhengi „tilburði flokksins í Evrópumálum".

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hóf umræðu flokksformannanna um fylgistap Framsóknarflokksins og sagðist telja að það mætti fyrst og fremst rekja til stóriðjumála, Íraksstríðsins og óvandaðra vinnubragða í kosningabaráttu flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert