Ragnheiður: Spennandi kjörtímabil framundan

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er einn af nýjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en hún felldi áttunda þingmann Framsóknarflokksins út þegar lokatölur voru lesnar upp í Norðvesturkjördæmi laust fyrir klukkan 9 í morgun. Ragnheiður segir úrslitin í heild vera frábær fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

„Við í Suðvesturkjördæmi settum markið á að ná þeim þingmanni sem er til viðbótar í kjördæminu og það tókst. Þannig að við erum miklu meira en sátt við okkar hlut,“ segir Ragnheiður.

Hún hlakkar til að setjast á þing. „Það er mikil endurnýjun í þingflokki sjálfstæðismanna, það er töluverð fjölgun kvenna og ég held að þetta verði spennandi kjörtímabil.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert