Björgvin: Stefnuyfirlýsing felst í skiptingu iðnaðar- og viðskiptamála

Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson, sem báðir verða ráðherrar …
Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson, sem báðir verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. mbl.is/Golli

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður viðskiptaráðherra í nýrri ríkisstjórn flokksins og Sjálfstæðisflokks en iðnaðarmál verða skilin frá viðskiptamálunum. Björgvin sagði, að í þessari skiptingu fælist stefnuyfirlýsing út af fyrir sig.

„Það er stefnuyfirlýsing í sjálfu sér að gera neytendamálum, samkeppnismálum og þessum almennu lífskjaramálum, sem snúa að fjármálalífi og almennri afkomu fjölskyldnanna mun hærra undir höfði en hefur verið gert áður. Við munum sjá þess stað með öflugri samkeppnislöggjöf, öflugri neytendavernd og á mörgum sviðum samfélagsins, sagði Björgvin.

Hann sagði aðspurður, að í raun væri þetta staðfesting á því, að með breyttum tímum, þar sem fleiri svið þjóðlífsins væru á frjálsum markaði, t.d. samkeppnisrekstur í fjarskiptum og fjármálastarfsemi, þá væri þetta orðinn risastór málaflokkur, sem kallaði á sérstakt ráðuneyti.

Hann nefndi peningamál, bankamál, neytendavernd og samkeppnismál sem dæmi um hina stóru málaflokka, sem ráðuneytið myndi gera hærra undir höfði undir hans stjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert