Bjarni verður formaður utanríkismálanefndar

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður formaður utanríkismálanefndar Alþingis samkvæmt tillögu þingflokks sjálfstæðismanna. Birgir Ármannsson verður formaður allsherjarnefndar en Bjarni var formaður þeirrar nefndar á síðasta þingi. Þá verður Ásta Möller formaður heilbrigðisnefndar og Pétur Blöndal formaður efnahags- og skattanefndar.

Sigurður Kári Kristjánsson verður formaður menntamálanefndar eins og á síðasta þingi og Arnbjörg Sveinsdóttir tekur við formennsku í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.

Ármann Kr. Ólafsson verður varaformaður félagsmálanefndar, Kristján Þór Júlíusson verður varaformaður fjárlaganefndar og iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson verður varaformaður samgöngunefndar, Kjartan Ólafsson varaformaður umhverfisnefndar og Guðfinna Bjarnadóttir varaformaður viðskiptanefndar. Samfylkingin fer með formennsku í þessum nefndum.

Breyta þarf lögum um þingsköp Alþingis áður en hægt verður að kjósa formlega í efnahags- og skattanefnda, viðskiptanefnd og landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd. Samkvæmt gildandi þingskaparlögum er gert ráð fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, landbúnaðarnefnd og sjávarútvegsnefnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert