Svíar standa við lán til Íslands

Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar.
Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar. Reuters

Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði í dag að Svíar standi við lánveitingu til Íslands þrátt fyrir þá pólitíska uppnám, sem þar ríki. Ríkisstjórn Svía lagði í síðustu viku fram ályktunartillögu á sænska þinginu um að Íslandi verði veitt 6,5 milljarða sænskra króna lán í tengslum við samning Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Lánin sem við, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og önnur Norðurlönd munu veita Íslandi verða greidd  greidd út á grundvelli þess, að Íslendingum hafi tekist að tryggja stöðugleika í þróun efnahagslífsins og opinberra fjármála," sagði Borg við Reutersfréttastofuna.

„Ef Íslendingar geta staðið við skilmála lánanna, þ.e. lagt fram alhliða, og virka efnahagsstefnu, munum við að sjálfsögðu standa við okkar skuldbindingar og greiða út lánið," sagði Borg við blaðamenn í sænska þinginu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert