Áskorun frá Neyðarstjórn kvenna

Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta, að því er segir í áskorun frá félaginu.

„Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum. Nauðsynlegt er að tryggja þrískiptingu valdsins og utanþingsstjórn sem skipuð er fagfólki og sérfræðingum sem ekki sitja á þingi er kjörin leið til þess. Til að tryggja lýðræðislegt fyrirkomulag er jafnframt nauðsynlegt að utanþingsstjórn sé skipuð jafnmörgum konum og körlum."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert