Stefnuræða forsætisráðherra í vikunni

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Stefnt er að því, að Jóhanna Sigurðardóttir, nýr forsætisráðherra, flytji stefnuræðu sína á Alþingi á miðvikudagskvöld og að umræður verði um ræðuna í kjölfarið.

Ekki verður þingfundur á morgun en á miðvikudag er gert ráð fyrir þingfundi klukkan 13:30 þar sem kjörinn verður nýr forseti Alþingis og varaforsetar og fulltrúar í nefndir þingsins. Síðan verður gert hlé á þingstörfum til klukkan 19:50 þegar stefnuræðan er flutt.

Ákveðið hefur verið að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, taki við embætti forseta Alþingis af Sturlu Böðvarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks í sama kjördæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert