Leið til að opna flokkinn

Framsóknarmenn í Reykjavík ætla að láta forvalsnefnd ræða við fólk …
Framsóknarmenn í Reykjavík ætla að láta forvalsnefnd ræða við fólk innan flokks og utan. Árni Sæberg

Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í dag að skipa sérstaka forvalsnefnd sem fær það hlutverk að ræða við fólk innan flokks sem utan um sæti á lista flokksins fyrir næstu kosningar.  „Þetta er í anda þess sem að formaðurinn hefur verið að tala um og er hugsað til þess að opna flokkinn,“ segir Matthías Imsland  formaður kjördæmasambands Framsóknarmanna í  Reykjavík.  

Forvalsnefndin muni leggja fram þessi nýju nöfn á kjördæmaþingi sem boðað er til 28. febrúar nk. er kosið verður á lista og er fólk því hvatt til þess að bjóða sig fram, enda megi vel kjósa gegn þeim lista sem forvalsnefndin geri tillögu um.

„Fólk er hvatt til þess að bjóða sig fram. Þetta er eingöngu gert til að tryggja nýliðun,“ segir Matthías. „Maður hefur heyrt það á formanninum að fólk, m.a. í atvinnulífinu, hefur verið að ræða við hann og lýst yfir áhuga en hættir sér kannski ekki út í hefðbundið prófkjör.“

Forvalsnefndina skipa Matthías Imsland, Þuríður Jónsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Guðmundur Gíslason og Sigfús Ægir Árnason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert