Vill vera áfram í forystusveit VG

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. mbl.is/Þorkell

Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, hefur ákveðið að kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík 7. mars næstkomandi. Kolbrún tiltekur ekki ákveðið sæti á framboðslista heldur sækist eftir að skipa áfram forystusveit VG.

„Ég er tilbúin að vera áfram í forystusveit flokksins og starfa að þeim málefnum sem flokkurinn stendur fyrir, vernd náttúru og umhverfis, kvenfrelsi, jöfnuð og samábyrgð. Ég lít svo á að það sé félaga minna í flokknum að raða í sæti í forvalinu og tiltek því ekki ákveðið sæti heldur óska einungis eftir áframhaldandi umboði til að skipa forystusveit flokksins til næstu fjögurra ára,“ segir í yfirlýsingu Kolbrúnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert