Hvetja til persónukjörs strax

Samfylkingarmenn í Norðvesturkjördæmi hvetja til þess að kosningalögum verði breytt fyrir kosningarnar í vor, þannig að strax verði tekið upp persónukjör. 

„Kjördæmisráðsfundur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, haldinn í Borgarnesi 21. febrúar 2009, fagnar fram komnum hugmyndum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um breytingar á kosningalögum, þess efnis að unnt verði að taka upp persónukjör í komandi alþingiskosningum,“ segir í ályktun frá því í dag.

„Kjördæmisráðið hvetur til góðrar samstöðu á Alþingi um þetta brýna lýðræðismál og að afgreiðslu þess verði hraðað svo framboðin getið lagað sig að nýjum og lýðræðislegum vinnubrögðum hið fyrsta. Kjördæmisráðið felur stjórn ráðsins að kalla ráðið saman til fundar þegar og ef þessar breytingar ná fram að ganga til að ræða breytta stöðu,“ segir í samþykkt kjördæmisráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert