Guðjón A. stefnir aftur á þing

Guðjón A. Kristjánsson segir stjórnina ósamstíga.
Guðjón A. Kristjánsson segir stjórnina ósamstíga. mbl.is/Ásdís

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, stefnir á fyrsta sætið í Norðvesturkjördæmi. Guðjón segir stjórn kjördæmaráðsins nú með það í hendi sér hvert framhaldið verði, hvort stillt verði á lista eða stefnt á prófkjör.

„Ég hef grun um að það sé vilji margra innan Frjálslynda flokksins að við verðum komin áleiðis fyrir landsþingið sem haldið verður um miðjan mars,“ segir Guðjón.

Guðjón leiddi listann í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kostningar og fékk flokkurinn 13,6% í kjördæminu og tvo af fjórum þingmönnum flokksins kjörna. Flokkurinn fékk 7,6% á landsvísu.

Kristinn H. Gunnarsson fór einnig á þing fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Guðjón vill ekki gefa hvort hann stefni einnig á að halda áfram þingmennsku og þá fyrir flokkinn. Ekki náðist í Kristinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert