Lokaumræða um Seðlabanka hafin

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þriðja og síðasta umræða um seðlabankafrumvarpið er hafin á Alþingi en samkvæmt því verður skipaður einn seðlabankastjóri og einn aðstoðarbankastjóri og einnig komið á fót svonefndri peningastefnunefnd. 

Meirihluti viðskiptanefndar Alþingis leggur fram eina breytingartillögu við frumvarpið fyrir lokaumræðuna í dag, um að peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu skuli hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni sé til.

Minnihluti Sjálfstæðisflokks leggur til að forsætisráðherra skuli leita staðfestingar Alþingis áður en hann skipar seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra í fyrsta sinn.

Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, sagði þegar hún mælti fyrir breytingartillögu meirihluta nefndarinnar, að tillaga sjálfstæðismanna væri ómálefnaleg. Með frumvarpinu og breytingartillögum sem samþykktar hafa verið, hefði verið búið til afskaplega vandað regluverk, sem ætti að tryggja að aflagt yrði það kerfi að skipa seðlabankastjóra pólitískt án þess að nokkrar hæfiskröfur lægju því til grundvallar.

Álfheiður sagðist telja, að frumvarpið muni auka trúverðugleika efnahagsstefnu stjórnvalda leggði grunn að betri og öflugri seðlabanka sem geti notið traust bæði innanlands og utan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert