Vill 5.-7. sæti á lista Samfylkingar

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur býður sig fram í 5.-7. sætið fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Sigurbjörg hefur m.a. látið heilbrigðismál til sín taka.

Sigurbjörg segist í tilkynningu bjóða fram þekkingu sína, reynslu og tíma til að vinna í umboði kjósenda að því að koma þjóðinni í gegnum þetta erfiða tímabil.  Þar hyggist hún leggja höfuðáherslu á endurreisn efnahags- og atvinnulífsins, hvernig viðhalda megi norrænu heilbrigðiskerfi á Íslandi þrátt fyrir nokkurra ára fyrirsjáanlega niðurskurð og  gagngerar stjórnsýslulegar umbætur á Íslandi.

Sigurbjörg er með meistaragráðu og doktorsgráðu í stjórnsýslufræðum frá London School of Economics (LSE),og lauk námi í heilsuhagfræði við HÍ og félagsráðgjöf í Osló 1979.  Hún starfaði sem félagsráðgjafi á ýmsum sviðum félags- og heilbrigðisþjónustu og var yfirmaður öldrunarþjónustu hjá Reykjavíkurborg.  Sigurbjörg hefur stundað rannsóknir og kennslu í stjórnsýslufræðum við LSE, og starfað sem sérfræðilegur ráðgjafi í stefnumótun fyrir Alþjóðabankann í Washington og breska menntamálaráðuneytið.  Í síðustu ríkisstjórn var hún stjórnsýsluráðgjafi fyrir utanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra.  

Sigurbjörg er fædd 1955 á Litlu Fellsöxl í Skilmannahreppi en hefur lengst af búið í Reykjavík.  Hún var gift Sigursteini Gunnarssyni tannlækni sem lést í Reykjavík 1997.  Frá 1998 til 2007 var hún við nám og störf í London.  Unnusti hennar er Robert Hunter Wade prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert