Steingrímur J.: „Hér stend ég enn"

Steingrímur. J. Sigfússon, formaður VG á landsfundinum
Steingrímur. J. Sigfússon, formaður VG á landsfundinum mbl.is/Golli

„Ég hélt að það væri nóg að vera formaður í átta til tíu ár og hér stend ég enn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna eftir að staðfest var að hann sæti áfram í embætti. „Ég ætla þó að fullvissa ykkur um að ekki mun þurfa lagabreytingar til að ég víki.“ Þar vísaði Steingrímur til hugmyndar sem Davíð Stefánsson kynnti um að formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri flokksins skyldu ekki sitja lengur en í sex ár samfleytt.

Steingrímur hefur verið formaður frá stofnun hans fyrir tíu árum og Katrín Jakobsdóttir hefur verið varaformaður í sex ár. Steingrímur sagði að stjórnmálamenn þyrftu að þekkja sinn tíma og hann hefði hug á að hætta „áður en allir yrðu dauðfegnir“ að losna við hann.

Helstu kosningaáherslur vinstri grænna snúast um hagi heimila og fjölskyldna, atvinnusköpun í hefðbundnum framleiðslugreinum og ferðaþjónustu og um sanngirni í skattamálum. Hér er þó aðeins um drög að ræða. Lýðræði og þátttaka almennings er einnig áherslumál flokksins. Beint lýðræði skuli meðal annars birtast í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar og því að efla sveitarfélögin. Ennfremur er lagt til að fræðsla um lýðræði og mannréttindi í skólum landsins verði stóraukin og til samræmis við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum.

Hér er hægt að lesa nánar um landsfund VG 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert