Steingrímur situr fyrir svörum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, situr fyrir svörum í beinni útsendingu á mbl.is í dag. Útsendingin hefst klukkan 12 og ræða þau Agnes Bragadóttir og Karl Blöndal við Steingrím.

Klukkan tvö situr Þór Saari talsmaður Borgarahreyfingarinnar fyrir svörum og ræða Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Björn Vignir Sigurpálsson við hann.

Um er að ræða nýjan viðtalsþátt, Zetuna, tileinkaðan kosningabaráttunni, sem nú er að hefjast fyrir alvöru. Munu forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum í beinni útsendingu á mbl.is alla næstu mánudaga nema annan í páskum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert