Sakar RÚV um að beita bellibrögðum

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon.

Útvarpsréttarnefnd fundar í dag um kæru Lýðræðishreyfingarinnar vegna brota Ríkisútvarpsins á útvarpslögum og lögum um Ríkisútvarpið. Ástþór Magnússon segir í tilkynningu að starfsmenn RÚV hafi beitt brögðum til að koma Borgarahreyfingunni á framfæri, því formaður hennar starfi hjá RÚV.

„Verði ekki gerð veruleg bragarbót til að kynna Lýðræðishreyfinguna næstu daga í Ríkisútvarpinu og RÚV til að koma boðskap hennar á  framfæri við þjóðina til jafns við ofangreind samtök Opin borgarafund og Borgarahreyfinguna, er ljóst að kosningar verða ekki með lýðræðislegum hætti og eiga því meira í ætt við kosningar í einræðis- og kommúnískum ríkjum þar sem aðgangi að  fjölmiðlum er miðstýrt til að útiloka að ný framboð nái fram að  ganga. Við erum nú að upplifa slíka misnotkun fjölmiðla hér á Íslandi nema Útvarpsréttarnefnd grípi í taumana næstu klukkustundirnar til að rétta hlut Lýðræðishreyfingarinnar í aðdraganda þessa kosninga,“ skrifar Ástþór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert