10 fyrirtæki veittu yfir 1 milljón

Allir viðskiptabankarnir styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2006.
Allir viðskiptabankarnir styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2006.

Tíu fyrirtæki veittu Sjálfstæðisflokknum styrki yfir eina milljón króna á árinu 2006 samkvæmt yfirliti, sem flokkurinn birtir á heimasíðu sinni í dag. Stærstu styrkirnir eru frá FL Group, 30 milljónir króna, og Landsbankanum 25 milljónir króna en einnig er þar skráður annar 5 milljóna króna styrkur frá bankanum og einnig 5 milljóna króna styrkur frá Glitni og 4 milljóna styrkur frá Kaupþingi.

Yfirlitið er eftirfarandi:

Exista hf. 3 milljónir
FL-Group hf. 30 milljónir 
Glitnir banki hf. 5 milljónir
KB-banki hf. 4 milljónir
Landsbanki Íslands hf. 5 milljónir
Landsbanki Íslands hf. 25 milljónir
MP-Fjárfestingarbanki 2 milljónir
Straumur-Burðarás hf. 2,5 milljónir
Tryggingamiðstöðin 2 milljónir
Þorbjörn hf. 2,4 milljónir

Samtals eru þetta 80,9 milljónir króna.

Á heimasíðu flokksins segir, að framlag frá Landsbankanum upp á 5 milljón króna hafi þegar verið safnað og greitt inn á reikning flokksins þegar að seinna framlagið barst. Flokkurinn telji að upphæð fyrra framlagsins sé innan eðlilegra marka og verði það því ekki endurgreitt.

Heimasíða Sjálfstæðisflokksins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert