Hafa ekki leyst ágreining um ESB

Steingrímur J. Sigfússon segir að ekkert samkomulag liggi fyrir við …
Steingrímur J. Sigfússon segir að ekkert samkomulag liggi fyrir við Samfylkingu um Evrópumál. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að stjórnarflokkarnir hafi ekki gert með sér neitt samkomulag um Evrópumál. Þeir gangi til kosninga með ólíkar stefnur í þessu máli.

Forystumenn beggja flokka hafa lýst yfir áhuga á að starfa saman í ríkisstjórn eftir kosningar fái þeir til þess meirihluta. Steingrímur hafnar því að það feli í sér að flokkarnir hafi leyst ágreining milli þeirra um Evrópumál.

„Flokkarnir tefla fram stefnu sinni í þessum kosningum nákvæmlega eins og verið hefur. Síðan geri ég ráð fyrir því að þeir flokkar sem hyggja á stjórnarsamstarf setjist niður og ræði þau mál. Stefna okkar í VG liggur alveg skýr fyrir og við fylgjum henni fast eftir þó að við höfum ekki verið með neinn hávaða í þeim efnum. Menn geta alveg treyst því að við stöndum á okkar grundvallarstefnu í þessum efnum eins og öðrum," sagði Steingrímur J.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert