Bjarni: Rétt að byrja vinnuna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

„Þetta er reyndar mjög í samræmi við kannanir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali í sjónvarpssal í kvöld, eftir að fyrstu tölur úr niðurstöðum Alþingiskosninganna voru lesnar upp. „Ég hef nálgast þessa kosningabaráttu þannig að þetta sé langhlaup hjá okkur. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að við höfum tapað trausti. Okkar hlutverk er að endurvinna það traust og ég er rétt að byrja þá vinnu,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagðist ekki vilja koma með spádóma um það hvort þetta þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í stjórnarandstöðu miðað við þessi úrslit. „Það er ekki tímabært að úttala sig neitt um það,“ sagði hann, en ítrekaði að ríkisstjórnarinnar, hvernig sem hún yrði mynduð, biðu ærin verkefni.

Fylgst með fyrstu tölum í Sjónvarpssal
Fylgst með fyrstu tölum í Sjónvarpssal mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert