Björgvin: Óttast ekki útstrikanir

Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í bankahruninu og sagði af …
Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í bankahruninu og sagði af sér embætti fyrr í vetur. Golli

Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segist mjög ánægður með niðurstöður kosninganna fyrir sinn flokk. Björgvin var viðskiptaráðherra þegar bankarnir hrundu í október síðastliðinn og sagði af sér ráðherradómi fyrr á þessu ári, en hefur endurnýjað umboð sitt innan Samfylkingarinnar síðan þá.

Hann kveðst ekki óttast miklar útstrikanir. ,,Það kemur bara í ljós. Ef einhver er óánægður með skipan listan er það aðferðin sem fólk notar."  Þá sagðist hann ekki taka það persónulega verði hann mikið strikaður út af listanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert