Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram

Frá fyrsta formlega stjórnarmyndunarfundi Samfylkingarinnar og VG í síðustu viku.
Frá fyrsta formlega stjórnarmyndunarfundi Samfylkingarinnar og VG í síðustu viku. mbl.is/Golli

Stjórnarmyndunarviðræðum er haldið áfram í dag. Starfshópar, sem settir voru á fót í tengslum við viðræðurnar, sitja á fundum en forustumenn Samfylkingarinnar og VG munu hittast í Stjórnarráðinu klukkan 15 í dag.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún vonaðist til þess að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós um næstu helgi. Sagði hún að  unnið sé af krafti að brýnustu verkefnum.

„Við ætlum okkur að starfa út þetta kjörtímabil og viljum því hafa fast land undir fótum. Þar fyrir utan vita allir að bil var á milli flokkanna að því er varðar Evrópumálin og engan skyldi undra að við þurfum að gefa okkur tíma til að ná niðurstöðu þar,“ sagði Jóhanna í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert