Gæti orðið stutt kjörtímabil

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra útilokar ekki að rjúfa verði þing áður en kjörtímabilið er úti og kjósa að nýju til að ná fram breytingum á stjórnarskrá vegna aðildar að Evrópusambandinu. Hún segist hinsvegar vona að þessi ríkisstjórn sitji mörg kjörtímabil.  

Þetta kom fram á blaðamannafundi ráðherra í dag. Þeir ræða við fulltrúa launaþega og atvinnurekenda í dag um þjóðarsátt eða stöðugleikasáttmála og hvernig skuli staðið að niðurskurði hjá ríkinu.

Fjármálaráðherra segir gleðilegt að margt bendi til þess að atvinnuleysi fari ekki upp fyrir tíu prósent þrátt fyrir svartar spár um annað.

MBL sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert