Árni Páll fékk lyklavöld í ráðuneytinu

Árni Páll Árnason tók fyrir stundu við lyklavöldum í félags- og tryggingamálaráðuneytinu úr hendi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem tekur við embætti forseta Alþingis.

Árni Páll er 43 ára, fæddur í Reykjavík 23. maí 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1985. Árni Páll lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1991, stundaði nám í Evrópurétti við Collège d’Europe í Brugge í Belgíu 1991-1992. Þá stundðai hann sumarnám í Evrópurétti við Harvard Law School/European University Institute í Flórens 1999. Árni Páll tók sæti á Alþingi vorið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert