Þingkosningar töfðu endurreisn, en voru nauðsynlegar

Reuters

Alþingiskosningarnar í vor töfðu töluvert vinnu við enduruppbyggingu íslenska hagkerfisins og viðræður við erlenda kröfuhafa, en voru engu að síður nauðsynlegar að mati Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóra finnska fjármálaeftirlitsins.

Í samtali við Morgunblaðið segir hann að erlendir kröfuhafar og aðrir hagsmunaðilar í útlöndum hafi verið órólegir með að minnihlutastjórn færi með völd hér á landi. „Líta þeir svo á að þegar komin er ríkisstjórn sem hefur stuðning meirihluta þingmanna hafi líkur á stöðugleika hér aukist.“

Jännäri segir jafnframt að vissulega hafi það dregist eitthvað að innleiða þær tillögur, sem hann gaf íslenskum stjórnvöldum um endurskipulagningu eftirlitskerfis með fjármálamarkaðnum. „Í ljósi aðstæðna er slíkur dráttur hins vegar eðlilegur og miðað við það sem á undan er gengið þykir mér það hafa gengið vel.“ Segir hann að áætlanir ríkisstjórnarinnar um stofnun efnahagsráðuneytis, sem hefði á sinni könnu regluverk á fjármálamarkaði, sem og eftirlit í formi Fjármálaeftirlits og Seðlabanka, rími vel við sínar hugmyndir.

Jännäri segist vera ánægður með hugmyndir um efnahagsráðuneyti, en segir ESB munu verða hart í horn að taka í hugsanlegum aðildarviðræðum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert