18 atkvæðum munaði á Kjartani og Gísla í 3. sæti

Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is

Litlu munaði að Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi næði þriðja sætinu af Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðeins munaði 18 atkvæðum á Gísla og Kjartani.

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi var nokkuð öruggur í öðru sæti. Næstflest atkvæði í annað sætið fékk Gísli Marteinn, en hann hefði þurft að bæta við sig tæplega 300 atkvæðum til að ná öðru sæti. Hann hefði hins vegar aðeins þurft að bæta við sig 18 atkvæðum til að ná þriðja sætinu af Kjartani Magnússyni. Gísli Marteinn endaði í fimmta sæti, næsta á eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa.

Júlíus, Kjartan og Þorbjörg fengu samtals 4582-4656 atkvæði þegar öll sætin eru talin saman. Gísli Marteinn fékk hins vegar 3916 atkvæði samtals.

Heildarúrslit í prófkjörinu: http://xd.is/upload/xd.is/files/ihZiYs.pdf

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert