Sóley í 1. sæti hjá VG

Borgarfulltrúarnir Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson bíða eftir fyrstu tölum …
Borgarfulltrúarnir Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson bíða eftir fyrstu tölum í forvali VG í Reykjavík. mbl.is/GSH

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi, var í fyrsta sæti  í forvali Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavík og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi í 2. sæti þegar 300 atkvæði höfðu verið talin af rúmlega þúsund sem greidd voru. Bæði sóttust þau Sóley og Þorleifur eftir 1. sætinu.

Að sögn Stefáns Pálssonar í kjörstjórn forvalsins kusu um 1000 manns á kjörstað í dag og nokkrir tugir kusu bréflega utan kjörstaðar. Er þetta ívið betri kjörsókn en var fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári.

Þegar 300 atkvæði höfðu verið talin hafði Sóley fengið 140 atkvæði í 1. sætið og Þorleifur 155 í 1.-2. sætið. Sagði Stefán að Þorleifur væri  20 atkvæðum á eftir Sóleyju í 1. sætinu.

Í þriðja sæti var Líf Magneudóttir, vefstjóri og grunnskólakennari, með 130 atkvæði í 1.-3. sæti, Elín Sigurðardóttir, verkefnastjóri, hafði fengið 108 atkvæði í 1.-4. sæti, Hermann Valsson kennari, var með 111 atkvæði í 1.-5. sæti og Davíð Stefánsson, bókmenntafræðingur, hafði fengið 105 atkvæði í 1.-6. sæti.  

Forvalið nær til efstu sex sætanna en í sætum 7-10 eru Snærós Sindradóttir,  Friðrik Dagur Arnarson, Vésteinn Valgarðsson og Birna Magnúsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka