Listi sjálfstæðismanna í Reykjavík kynntur

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri leiðir lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í …
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri leiðir lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. mbl.is/Golli

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á fjölmennum fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðisflokknum er mikill áhugi á framboðslistanum en á þriðja hundrað manns mættu þegar listinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar var kynntur.

Í frétt frá flokknum kemur fram að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri leiði listann. Jafnt kynjahlutfall sé á listanum, fimmtán konur og fimmtán karlar. Listann skipi öflugt fólk úr öllum borgarhlutum með margskonar reynslu úr atvinnulífinu og félagsstarfi.  Aldursbil fólksins á listanum dreifist frá rúmlega tvítugu til áttræðs. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar og fyrrverandi borgarstjóri skipi heiðurssæti listans.
 
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2010:
 

  1. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri     
  2. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi
  3. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi 
  4. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi   
  5. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi     
  6. Geir Sveinsson, framkvæmdastjóri  
  7. Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri 
  8. Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi og hjúkrunarfræðingur     
  9. Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingur
  10. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi og kennari  
  11. Björn Gíslason, slökkviliðsmaður  
  12. Jón Karl Ólafsson, forstjóri
  13. Rúna Malmquist, viðskiptafræðingur
  14. Árni Helgason, lögmaður og formaður Heimdallar
  15. Sveinn H Skúlason, framkvæmdastjóri
  16. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri hjá SKÝRR     
  17. Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna  
  18. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík  
  19. Jarþrúður Ásmundsdóttir, sérfræðingur   
  20. Þorbjörn Jensson, rafvirki  
  21. Magnús Júlíusson, verkfræðinemi   
  22. Nanna Kristín Tryggvadóttir, háskólanemi
  23. Helga Steffensen, brúðuleikhússtjóri    
  24. Sindri Ástmarsson, útvarpsmaður og nemi 
  25. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, sérkennari
  26. Brynhildur Andersen, húsmóðir
  27. Margrét Kr. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
  28. Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttalögmaður
  29. Unnur Arngrímsdóttir, danskennari
  30. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar
Fullt var út úr dyrum þegar framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík …
Fullt var út úr dyrum þegar framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var samþykktur í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert