Magnús bæjarstjóraefni

Magnús Stefánsson fv. ráðherra og nú bæjarstjóraefni í Snæfellsbæ.
Magnús Stefánsson fv. ráðherra og nú bæjarstjóraefni í Snæfellsbæ. Jim Smart

Magnús Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherra er bæjarstjóraefni J-lista Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar sem kynnti framboðslista sinn fyrir helgina. Kristján Þórðarsson bóndi og bæjarfulltrúi sem leiðir listann en hann var í öðru sæti við síðustu kosningar.

Erla Örnólfsdóttir, sjávarlíffræðingur skipar annað sæti listans og Fríða Sveinsdóttir bókarsafnsvörður er í þriðja sætinu. Magnús er svo í fjórða sætinu og er kynntur sem bæjarstjóraefni. Magnús sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn nánast samfleytt frá 1995 til 2009. Áður en hann var kjörinn á þing var hann áður bæjarrritari í Ólafsvík og seinna sveitarstjóri í Grundarfirði.

Tveir listar eiga í dag fulltrúa í bæjarstjórn Snæfellsbæjar, Bæjarmálafélagið og Sjálfstæðisflokkurinn sem er í meirihluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert