Hjálmar leiðir Næstbesta flokkinn

Fyrstu þrír frambjóðendur Næst besta flokksins, fv. Erla Karlsdóttir, Hjálmar …
Fyrstu þrír frambjóðendur Næst besta flokksins, fv. Erla Karlsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Benedikt Nikulás Anes Ketilsson.

Hjálmar Hjálmarsson leikari er oddviti Næst besta flokksins, sem tilkynnt hefur framboð fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi. Listi meðmælenda var lagður fyrir yfirkjörstjórn í Kópavogi í dag með ósk um listabókstafinn X.

Í tilkynningu frá flokknum segir: „Undanfarin misseri hafa verið erfið fyrir íbúa Kópavogs. Átök innan flokka bæjarstjórnar sem og umræða og framkoma bæjarstjórnamanna hefur verið með þeim hætti að bæjarbúum hefur þótt miður. Íbúar Kópavogs eiga ekki að þurfa sætta sig við það umsátur sem  ríkt hefur í bænum. Því kom hópur saman á dögunum og ræddi möguleika á nýju framboði. Fljótt náðist samkomulag þessa hóps og stofnaður var Næst besti flokkurinn."

Listi Næst besta flokksins, sem ætlar að kynna Kópavogsbúum helstu stefnumál sín á næstu dögum, er þannig skipaður:

1.     Hjálmar Hjálmarsson, leikari

2.     Erla Karlsdóttir, háskólanemi

3.     Benedikt Nikulás Anes Ketilsson, dagskrágerðamaður

4.     Böðvar Jónsson, viðskiptafræðingur

5.     Brynjar Þór Gunnarsson, fisktæknir

6.     Vernharð Þorleifsson, ráðgjafi/sölumaður

7.     Daníel Þór Bjarnason, nemi & frístundaleiðbeinandi

8.     Arnar Halldórsson, smali

9.     Jón Snær Ragnarsson, klippari

10.   Birgir Karl Óskarsson, löggiltur endurskoðandi

11.   Gestur Valgarðsson, verkfræðingur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert