Varnarsigur í Kópavogi

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins.
Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins. mbl.is/hag

„Ég lít á þetta sem varnarsigur fyrir Framsóknarflokkinn í Kópavogi. Við virðumst vera að tapa allsstaðar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins. Lokaniðurstöður liggja fyrir í Kópavogi og er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn.

Ómar segir að þetta sé langt frá því sem flokkurinn hafi lagt upp með í kosningabaráttunni.

„Andinn í þjóðfélaginu kallar á endurnýjun. Og Framsóknarflokkurinn er elsti flokkurinn í landinu og auðvitað kemur endurnýjunarkrafan niður á honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert