Bjarni: Sjálfstæðisflokkurinn í sókn

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta eru miklu betri tölur en við vorum að horfa á í síðustu kosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við RÚV. Staða Sjálfstæðisflokksins sé lang sterkust miðað við hina hefðbundnu flokka.

„Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna ný vígi,“ segir Bjarni og bætir við að flokkurinn sé í mikilli sókn í sveitastjórnarkosningunum, þ.e. samanborið við það sem gerðist á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins.

„Við erum í sókn miðað þá stöðu sem við vorum í eftir kosningarnar 2009. Við erum 60% í Garðabænum. Við erum með hreinan meirihluta í Reykjanesbænum. Við erum að bæta við okkur tveimur mönnum í Hafnarfirði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert