Nýr bæjarstjóri Kópavogs

Fulltrúar fjögurra flokka hófu vinnu á sunnudag við myndun nýs …
Fulltrúar fjögurra flokka hófu vinnu á sunnudag við myndun nýs meirihluta í Kópavogi. Þeir hafa sammælst um að Guðrún Pálsdóttir verði næsti bæjarstjóri. mbl.is/Eggert

Guðrún Pálsdóttir, fyrrum sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Kópavogs skv. heimildum mbl.is.

Búið er að mynda meirihluta fjögurra flokka og framboða í bæjarstjórninni: Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og Lista Kópavogsbúa.

Guðrún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu af rekstri sveitarfélaga. Áður en hún tók við tómstunda- og menningarsviðinu var hún fjármálastjóri Kópavogs. Þá hefur hún verið starfandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Guðrún tekur við bæjarstjórastólnum af Gunnsteini Sigurðssyni sem verið hefur bæjarstjóri frá 1. júlí 2009.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert