„Kvótamálið stærsta mál þjóðarinnar“

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Ómar Óskarsson

„Forsetinn á ekki bara að sitja á Bessastöðum og labba þar um tún,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi forsetinn m.a. um mikilvægi embættis forsetans varðandi stuðning við atvinnulífið og kvótakerfið.

„Það er talað um sjávarútveginn eins og hann sé bara kvótakerfið. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að ýmis fyrirtæki hafa sprottið upp úr þessum jarðvegi,“ sagði forsetinn og nefndi þar til sögunnar tæknifyrirtæki, iðnaðarfyrirtæki og ýmsa hönnun.

„Ef við ætlum að vera sjálfstæð þjóð þá þurfa stjórnvöld að passa að skemma ekki þann þróunarmátt sem er í þessari grein,“ sagði Ólafur Ragnar.

„Kvótamálið er stærsta mál þjóðarinnar,“ sagði forsetinn og sagðist myndu íhuga vel og vandlega hvort þjóðin ætti að hafa eitthvað um það að segja, yrðu gerðar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert