Hnífjafnt á milli Ólafs og Þóru

Fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur er jafnt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem birtar voru í dag. Samtals sögðust 41,2% ætla að kjósa hvorn forsetaframbjóðandann.

Þá sögðust 9,7% þeirra sem tóku afstöðu ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, 3,4% Herdísi Þorgeirsdóttur, 3% Andreu J. Ólafsdóttur, 1,4% Ástþór Magnússon og 0,3% nefndu Hannes Bjarnason.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá MMR að niðurstaðan nú sé nánast óbreytt frá könnun fyrirtækisins sem var birt 15. maí síðastliðinn og breytingar á milli þeirra innan vikmarka í tilfelli allra frambjóðenda að undanskilinni Herdísi Þorgeirsdóttur.

Stuðningur við framboð Herdísar mælist nú 3,4% sem áður segir sem er hækkun um 2,1 prósentustig frá síðustu könnun og er um marktæka breytingu að ræða.

Niðurstöðurnar í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert