Telur að Stöð 2 fari vill vegar

Ari Trausti Guðmundsson.
Ari Trausti Guðmundsson. Eggert Jóhannesson

Framboðsstjórn Ara Trausta Guðmundssonar telur að Stöð 2 fari vill vegar og harmar vinnubrögð fjölmiðilsins, en greint hefur verið frá því að Stöð 2 leggi upp með umræðufund í Hörpu með aðeins tvo forsetaframbjóðendur, þau Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson.

Í bréfi sem framboðsstjórn Ara Trausta hefur sent frá sér segir að eftir því sem málflutningur frambjóðenda sjálfra í útvarpi og sjónvarpi eykst raskist hlutföll í skoðanakönnunum og þeim óákveðnu og þöglu fækki. „Það hefði verið fyllilega eðlilegt að hafa fleiri frambjóðendur en þá tvo á fyrsta umræðu- eða kappræðufundi mánaðarins en beina svo kastljósinu ef til vill að þeim 2-3 efstu undir lokin.“

Þá segir að Ari Trausti hafi ríka sérstöðu sé horft til aldurs, reynslu, þekkingar, mótaðrar stefnu og skírskotunar til kjósenda allra flokka jafnt sem óháðra. „Fjölmargir bíða því eftir að hann takist á við meðframbjóðendur sína. Efalítið eiga næstu skoðanakannanir eftir að sýna að Stöð 2 gerir nú leið mistök, fjarri þeim lýðræðislega grunni sem forsvarsmenn hennar telja ákvörðun sína hafa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert