Andrea myndi leggja fram lagafrumvarp

Frambjóðendur hafa mismunandi sýn á ákvæði stjórnarskrárinnar.
Frambjóðendur hafa mismunandi sýn á ákvæði stjórnarskrárinnar. mbl.is/Eggert

Frambjóðendur til embættis forseta Íslands voru spurðir hvort þeir teldu forseta geta lagt fram lagafrumvörp á Alþingi í sjónvarpskappræðum í kvöld á Stöð 2.

Nokkur munur er á afstöðu frambjóðenda hvað þetta varðar en samkvæmt 25. gr. stjórnarskrár Íslands segir að forseti geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Hins vegar segir 13. gr. stjórnarskrárinnar að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt.

Andrea Ólafsdóttir sagði rétt forseta til að leggja fram lagafrumvarp alveg skýran. Hún gekk enn lengra og sagðist jafnvel ætla að nýta þann möguleika nái hún kjöri. Til dæmis sæi hún það fyrir sér að leggja fram frumvarp á Alþingi um leiðréttingu lána.

Hinir frambjóðendurnir voru sammála um að rétturinn væri til staðar þótt hann væri ef til vill ekki raunhæfur möguleiki. Herdís Þorgeirsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson voru sammála um að það væri lagatæknilegt atriði. Ari Trausti sagði samvinnu milli forsætisráðherra og forseta Íslands forsendu þess að forseti geti lagt fram frumvarp.


Andrea Ólafsdóttir
Andrea Ólafsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert