Ari Trausti greiðir atkvæði

Ari Trausti kaus í íþróttamiðstöðinni Grafarvogi í dag.
Ari Trausti kaus í íþróttamiðstöðinni Grafarvogi í dag. mbl.is/Kristinn

Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi greiddi atkvæði í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi nú laust eftir klukkan ellefu.

Í grein í Morgunblaðinu í dag sagði Ari Trausti að hlutverk forsetans væri að vera spegill samfélagsins, talsmaður sem flestra og andlit lands og þjóðar út á við. „Hann hlustar, lærir, greinir og talar fyrir framförum. Hann tekur ekki afstöðu með og á móti í takt við stjórnmálaflokka, er ekki stjórnarsinni eða -andstæðingur og semur ekki sjálfstæða stefnu í málaflokkum. Hann heldur trúnaði þeirra sem kusu hann og vinnur trúnað hinna.“

Nú sé kominn tími til að kjósa nýjan, sjálfstæðan, óumdeildan og traustan forseta. „Öll erum við frambjóðendurnir ólík og mishæf. Sérhverjum kjósanda er falin sú ábyrgð að sýna rétta mynd af raunverulegu fylgi hvers okkar og gefa heim hæfasta umboðið. Allt annað tryggir frambjóðanda embættið á röngum forsendum. Ég hvet alla til að velja af innstu sannfæringu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert