Afgerandi sigur forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlaut 52,78% gildra atkvæða í forsetakosningunum á laugardaginn var. Þóra Arnórsdóttir, helsti keppinautur hans, hlaut 33,16% atkvæða. Af öðrum frambjóðendum varð Ari Trausti Guðmundsson hlutskarpastur með rúmlega 8% atkvæða. Fylgi Ólafs Ragnars var alls staðar yfir 50% nema í Reykjavík. Ljóst var frá fyrstu tölum í hvað stefndi, en fylgi Ólafs var langmest í Suðurkjördæmi, þar sem hann var með 63,57% fylgi.

Kjörsókn fór hægt af stað og fljótlega varð ljóst að hún yrði minni en vanalegt er. Hins vegar var fjöldi utankjörfundaratkvæða með mesta móti. Kjörsókn var lakari í Reykjavík en í hinum kjördæmunum. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur segir að almenn þreyta með stjórnmál geti hafa átt þátt í því.

Það vakti athygli að könnun Gallups sem birtist tveimur dögum fyrir kosningarnar reyndist vera mjög nálægt úrslitunum. Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Capacent rannsókna, segir að skoðanakannanir hafi lítil sem engin áhrif á niðurstöður kosninga.

Ólafur Ragnar segir í viðtali við Morgunblaðið að hann sé mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem sér hafi verið sýndur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert