„Við erum í starfhæfum minnihluta“

Framsóknarmenn í Kópavogi við fundarstaðinn í kvöld.
Framsóknarmenn í Kópavogi við fundarstaðinn í kvöld.

„Við komumst að þeirri niðurstöðu að við teljum ekki ástæðu til að fara út í að slíta meirihlutanum að svo komnu máli,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi framsóknarflokksins í Kópavogi eftir fund formanna Framsóknarfélaganna í bænum í kvöld þar sem farið var yfir stöðu mála varðandi meirihlutasamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn.

Fulltrúar Samfylkingar, VG og Næstbesta flokksins, minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs ásamt Gunnari Birgissyni, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, samþykktu á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld í óþökk meirihlutans að kaupa 30-40 félagslegar íbúðir í bænum og byggja að auki tvö fjölbýlishús fyrir almennan leigumarkað. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir það brjálæði að ákveða á einum fundi að eyða 3 milljörðum króna.

„Ætli það megi ekki segja að við séum í starfhæfum minnihluta með stuðningi Gunnars Birgissonar,“ segir Ómar.

„Þetta var góður fundur, menn ræddu samstarfið á opinn og hreinskilinn hátt. Þetta voru vonbrigði fyrir okkur að þetta gerðist, en það er enginn lengur hissa yfir því að Gunnar hlaupi út undan sér, það hefur margtoft gerst í gegnum tíðina.“

Spurður um framhaldið segir hann að næsta skref sé að ræða við fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Y-lista, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn ásamt Framsókn. „Við munum setja fram ákveðnar kröfur og við þurfum að ræða þær við Ármann og Rannveigu [oddvita flokkanna].“

Snúa þessar kröfur að einhverju leyti að Gunnari Birgissyni, t.d. að hann víki úr formennsku í nefndum eða ráðum? „Það er ekki tímabært að ræða það núna.“

Framsóknarfólkið Ómar Stefánsson og Una María Óskarsdóttir fyrir framan fundarstað …
Framsóknarfólkið Ómar Stefánsson og Una María Óskarsdóttir fyrir framan fundarstað í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert