Dagur gæti orðið góður borgarstjóri

Björn Blöndal á kosningavöku Bjartrar framtíðar á Hótel Borg í …
Björn Blöndal á kosningavöku Bjartrar framtíðar á Hótel Borg í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segist vel geta sætt sig við Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, sem næsta borgarstjóra. „Hann er toppmaður og við höfum unnið mjög náið saman. Hann er mjög vel til þess fallinn að gegna því embætti,“ sagði hann í leiðtogaumræðum á RÚV í kvöld.

Aðspurður sagði Björn að ekkert í spilunum kallaði á það að hann sjálfur ætti að gera kröfu um borgarstjórastólinn. „Það er bara svoleiðis,“ sagði hann.

„Ef við túlkum úslit kosninganna og skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna, þá má segja að það hafi verið ákveðið ákall að sú yrði raunin,“ sagði Dagur aðspurður hvort hann gerði kröfu um stólinn. „Og ég geng út frá því þegar við hefjum þessar meirihlutaviðræður að það verði niðurstaðan,“ sagði hann jafnframt.

Hann bætti þó við að Samfylkingin væri að sjálfsögðu ekki með hreinan meirihluta og því væri ekki enn fyrirséð hver yrði næsti borgarstjóri.

Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði að Dagur gæti vel orðið góður borgarstjóri, sér í lagi ef hann fengi gott aðhald. Hún benti þó á að þetta væri alls ekki aðalatriðið. Málefnin skiptu mestu máli og í raun skipti litlu máli hver borgarstjórinn væri.

Dag­ur hefur fengið umboð síns flokks til að fara í meiri­hlutaviðræður í borg­inni. Á morg­un muni hann hitta odd­vita Bjartr­ar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata og ræða mynd­un nýs meiri­hluta í borg­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert