Rafrænt kerfi í haust

Meðal sveitarfélaganna er mikill áhugi á rafrænum kosningum.
Meðal sveitarfélaganna er mikill áhugi á rafrænum kosningum. mbl.is/Golli

Lagabreytinga er þörf, sé vilji til að kjósa fulltrúa á Alþingi eða í sveitarstjórnir með rafrænni kosningu hér á landi.

Aftur á móti er heimilt, eftir breytingu sem gerð var á sveitarstjórnarlögunum í fyrra, að halda rafrænar íbúakosningar um afmörkuð málefni sem varða viðkomandi sveitarfélag.

Þjóðskrá Íslands heldur utan um slíkt kosningakerfi og í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Halla Björg Baldursdóttir, sviðsstjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá, kerfið verða tilbúið í haust. Hún segir mikinn áhuga vera meðal sveitarfélaganna á rafrænum kosningum. Spurð um öryggisþáttinn segir hún kjósendur koma til með að nýta sér innskráningarþjónustuna Ísland.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert