Bráðlega auglýst eftir bæjarstjóra

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Viðræðurnar eru bara í gangi. Við förum fljótlega að auglýsa eftir bæjarstjóra og erum að ganga frá nefndaskipan,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ, í samtali við mbl.is, spurður um stöðuna í viðræðum framboðsins við Samfylkinguna og Frjálst afl um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn.

„Við ætlum að vera klár fyrir bæjarstjórnarfund um miðjan mánuðinn. Við reiknum með að halda fyrsta fundinn 18. júní,“ segir hann. Farið verði þess utan í boðaða úttekt á fjárhagsstöðu bæjarins og málefnavinnan kláruð í kjölfar hennar. Viðræðurnar ganga vel. Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að eitthvað komi í veg fyrir þetta samstarf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert