Meirihluti verði til fyrir fyrsta fund

Björn Blöndal, Dagur B. Eggertsson, Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar …
Björn Blöndal, Dagur B. Eggertsson, Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson ætla að láta reyna á fjögurra flokka meirihluta í borgarstjórn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðræðurnar um nýjan borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík eru enn í fullum gangi. Oddvitar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hafa fundað undanfarna daga og er stefnt að því að nýr meirihluti verði tilbúinn fyrir næsta borgarstjórnarfund þann 16. júní. 

Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna segist bjartsýn á að þeim takist að mynda meirihluta. „Við oddvitarnir höfum fundað undanfarna daga en ég hugsa að við förum að víkka þetta eitthvað út og fá fleiri fulltrúa á fundina. Við höfum rætt rosaleg margt og erum ákveðin í því að ná niðurstöðu í þetta, það er markmiðið. Við eigum að vera með borgarstjórnarfund 16. júní og okkur liggur ekkert meira á en það,“ segir Sóley. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert