Guðni Th. spretti úr spori

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, forsetaframbjóðandi og hlaupari.
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, forsetaframbjóðandi og hlaupari. Árni Sæberg

Icelandair-hlaupið var haldið í tuttugasta og annað skiptið í kvöld. Að venju var hlaupið í kringum Reykjavíkurflugvöll og var þátttaka góð. Hlaupaleiðin er sjö kílómetrar. 

Það er greinilegt að hlutverk forsetaframbjóðanda eru margvísleg. Ljósmyndari mbl.is hitti Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, forsetaframbjóðanda og hlaupara, þegar hann var að mynda hlaupara áður en ræst var við flugvöllinn. Þess má geta að Guðni var 31 mínútu og 38 sekúndur með hlaupið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert