Gengið í öll störf í ráðhúsinu

Ari Karlsson, starfsmaður yfirkjörstjórnar, gætti að hundi kjósenda í dag.
Ari Karlsson, starfsmaður yfirkjörstjórnar, gætti að hundi kjósenda í dag. mbl.is/Kristín Edda Frímannsdóttir

„Hér er gengið í öll störf og við reynum að gera allt til að liðka fyrir,“ segir Ari Karlsson, starfsmaður yfirkjörstjórnar. Blaðamaður mbl.is ræddi við Ara fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur þar sem hann hafði tekið að sér að passa upp á hund kjósenda á meðan eigendurnir stukku inn til að kjósa.

„Ég sá þau nú bara hérna fyrir utan eitthvað að vandræðast með hundinn og bauðst til að hjálpa,“ segir Ari. Hann er hundaeigandi sjálfur og segir aðstæður sem þessar gjarnan koma upp þar sem ekki megi fara með hundana hvert sem er. „Við hundaeigendur verðum að hjálpa hverjir öðrum.“

15,35% kjörsókn var í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Að sögn Erlu. S Árnadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, er það með svipuðu móti og verið hefur undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert