Kjörsókn kl. 11 í morgun

Starfsmenn Reykjavíkurborgar yfirfara kjörkassana í Ráðhúsinu.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar yfirfara kjörkassana í Ráðhúsinu. Eggert Jóhannesson

Fyrstu kjörstaðir vegna for­seta­kosn­ing­anna opnuðu klukk­an níu í morg­un. Á kjör­skrá eru 245.004 kjós­end­ur og kosið er í sex kjördæmum.

Rúmlega 2.700 manns höfðu kosið í Reykjavíkurkjördæmi suður kl. 11 í morgun, eða 6,02%. 45.567 manns eru á kjörskrá í kjördæminu.

Rúmlega 2.600 manns höfðu kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður kl. 11 í morgun, eða 5,85%. Um 45.800 manns eru á kjörskrá í kjördæminu.

Ekki liggur fyrir hversu margir höfðu kosið í Norðausturkjördæmi kl. 11 en 8,16% höfðu kosið á Akureyri. 13.868 manns eru á kjörskrá í bænum.

Rúmlega 2.400 manns höfðu kosið í Suðurkjördæmi kl. 11, eða 6,88%. 35.136 manns eru á kjörskrá í kjördæminu.

Þá höfðu rúmlega 4.500 manns kosið í Suðvesturkjördæmi kl. 11, eða 6,8%. Þar eru 67.478 manns á kjörskrá.

Upplýsingar um kjörsókn í norðvesturkjördæmi liggja ekki fyrir fyrr en kl. 12 á hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert